Uppsetningarleiðsögn fyrir farsíma
Þú getur fengið leiðbeiningar í þessu leiðsagnarforriti við uppsetningu á farsímanum eða spjaldtölvunni til að fá aðgang að reikningi þínum. Ef farsíminn þinn eða tæki styður Exchange ActiveSync (einnig kallað Exchange-tölvupóstur), POP3 og IMAP4 getur þú valið hvaða gerð reiknings þú setur upp. Exchange ActiveSync er hannað til að samstilla tölvupóst, dagbók, tengiliði, verkefni og aðrar upplýsingar. Með POP3- og IMAP4-reikningum er hægt að senda og taka á móti tölvupósti.    Ef þú sérð ekki leiðsagnarviðmótið þegar þú skoðar þessa síðu ertu ekki að skoða hana á vefsvæðinu Help.Outlook.com. Til að nota leiðsögnina skaltu fara í á vefsvæði Help.Outlook.com.